Joe Cocker látinn sjötugur að aldri

Breski tónlistarmaðurinn Joe Cocker er látinn sjötugur að aldri. Banamein hans var sjúkdómur en ekki hefur verið gefið upp hver hann var samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. 

Cocker átti að baki 40 ára farsælan tónlistarferil en hann er einna þekktastur fyrir útgáfu sína af Bítlalaginu „With A Little Help From My Friends“ sem skaut honum upp á stjörnuhimininn en sömuleiðis til að mynda fyrir lögin „You Are So Beautiful“ og „Up Where We Belong“. 

Ferill Cockers hófst á öldurhúsum og klúbbum í heimaborg hans Sheffield á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðustu tónleikar hans fóru fram í London, höfuðborg Bretlands, í júní á síðasta ári eftir velheppnaða tónleikaferð um Evrópu.

Haft er eftir umboðsmanni Cockers, Barrie Marshall, að hann hafi „einfaldlega verið einstakur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant