Samdi lagið á hótelherbergi á Ítalíu

Elín Sif er bæði höfundur og flytjandi lagsins Í kvöld.
Elín Sif er bæði höfundur og flytjandi lagsins Í kvöld.

Yngsti höfundur og flytjandi í Söngvakeppninni í ár samdi lagið á baðherbergi á hótelherbergi á Ítalíu þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni. Hún var mjög stressuð að segja foreldrum sínum frá því framlag hennar hefði verið valið til þátttöku í undankeppninni því hún hafði ekki sagt þeim að hún hefði sent lag inn í keppnina.

Elín Sif Halldórsdóttir er sextán ára gömul og stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún flytur lagið Í kvöld í Söngvakeppninni og er hún einnig höfundur lags og texta. Elín Sif spilar á píanó og gítar en lærði einnig á klarinett og hefur haft gaman af því að stíga á svið og syngja frá barnsaldri.

Var orðin leið á foreldrunum

Elín Sif var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni þegar hún samdi lagið. „Ég var orðin frekar leið á foreldrum mínum þannig að ég fór inn á bað en ég hafði heyrt að Paul Simon [innsk. blaðam. í dúettinum Simon & Garfunkel ] hefði sagt að hann færi oft inn á baðhergi, kveikti á krananum og hlustaði á vatnið. Þannig fyndist honum best að semja lög,“ segir hún í samtali við mbl.is

„Ég ákvað að prófa það og þannig kom þessi melódía. Þetta kom frekar fljótt, ég held að lagið hafi bara verið komið það kvöld. Seinna tók um viku að semja íslenskan texta,“ segir Elín.

Héldu að hún hefði slæmar fréttir

En hvað kom til að þú ákvaðst að senda lag í keppnina?

„Ég og vinkona mín vorum að ræða Söngvakeppnina og ég var að raula þetta lag með gítarinn. Hún hvatti mig til að senda lagið inn. Við kíktum á þetta og sáum að skilafresturinn var eftir viku,“ segir Elín Sif. Ákvað hún að senda lagið inn ef hún næði að þýða textann yfir á íslensku en upphaflegi textinn var á ensku. „Ég vissi samt að foreldrar mínir myndu aldrei leyfa mér þetta, þau voru í raun búin að segja nei en ég gerði það samt.“

Eftir tvo mánuði fékk Elín Sif tölvupóst þar sem henni var tilkynnt að framlag hennar hefði verið valið til þátttöku. Hún átti mjög erfitt með að segja foreldrum sínum fréttirnar en þegar henni tókst að koma þeim frá sér var þeim mjög létt. „Þau héldu að ég ætlaði að segja þeim einhverjar slæmar fréttir,“ segir Elín Sif.

Hún segir lagið vera frekar rólegt og fjallar það um vangadans. „Það fjallar um augnablikið þegar fólk er að verða ástfangið.“

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa

Elín Sif hefur undanfarið ár stigið sín fyrstu skref í tónsmíðum. „Ég uppgötvaði frekar nýlega að ég ætti auðvelt með að semja lög,“ segir hún. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en hún sigraði lagasmíðakeppni MH í haust.

Elín Sif segir að það leggist vel í hana að stíga á svið í Háskólabíói. „Ég held að ég gæti verið mikið stressaðri en ég er,“ segir hún. „Vinir mínir hafa spurt mig hvort ég sé klikkuð. Ég held samt að þau hafi alveg búist við þessu frá mér. Ég á það til að gera svolítið skrýtna hluti.“

Foreldrar Elínar Sifjar eru Helga Rut Guðmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands og eigandi Tónagulls, og Halldór Björnsson, veður- og haffræðingur á Veðurstofu Íslands.

Lagiði Í kvöld verður þriðja lagið í Söngvakeppninni í kvöld. Hlusta má á það hér að neðan.

Elín Sif Halldórsdóttir er yngsti flytjandi og lagahöfundur Söngvakeppninnar í …
Elín Sif Halldórsdóttir er yngsti flytjandi og lagahöfundur Söngvakeppninnar í ár. Úr einkasafni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka