„Hvenær á þessu einelti að ljúka“

Valflokkarnir fjórir.
Valflokkarnir fjórir. Skjáskot af vef RÚV

Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tók þátt í Útsvari á RÚV eins og lengi hafði legið fyrir. Það vildi hins vegar þannig til að þennan sama dag birti umboðsmaður Alþingis álit sitt um samskipti Stefáns og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í tengslum við lekamálið svokallaða.

Atriði þess máls verða ekki rakin hér, en Stefán ræddi ekki við fjölmiðla á föstudaginn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná tali af honum. Þegar hann kom fram í Útsvari á föstudaginn gripu þáttastjórnendur hins vegar tækifærið til að spyrja hann spjörunum úr.

Til þess var eðli þáttarins breytt örlítið þegar kom að valflokkunum svokölluðu. Venjan er að stigalægra liðið velji fyrst spurningu, en þar sem Seltjarnarnes var yfir gegn Borgarbyggð, í viðureign sem Seltjarnarnes reyndar rétt marði með einu stigi, var gripið til þess ráðs að stigahærra liðið fékk fyrst að velja. Valflokkarnir voru eftirfarandi: Innanríkisráðuneyti, trúnaðargögn, leynifundir og umboðsmaður.

„Hvenær á þessu einelti að ljúka,“ sagði Stefán glettinn, en atvikið má sjá á vef RÚV. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson