„Það er upphækkun og allt“

Friðrik Dór tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Friðrik Dór tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. mbl.is

„Þetta lag er um söknuð og það að vilja fá einhverskonar lokatækifæri. Þetta er nú bara klassískt viðfangsefni fyrir ástarballöðu,“ segir söngvarinn Friðrik Dór Jónsson, aðspurður um inntak lagsins sem hann mun flytja í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn.

Lagið heitir Í Síðasta Skipti og er Friðrik Dór textahöfundur lagsins ásamt því að flytja það. Höfundar lags og texta er framleiðsluteymið StopWaitGo, þeir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson

Friðrik Dór segir að hann og drengirnir í StopWaitGo hafi ákveðið í sameiningu að senda inn lag í keppnina. „Við unnum þetta frekar mikið í sameiningu. Þeir voru með fullmótaða hugmynd að viðlaginu og ég kom inn í þetta með þeim til að semja bæði textann og hluta af erindunum. Ég á nú ekki stóran þátt í laginu sjálfu annan en að syngja það og agnarsmá brot hér og þar þegar það kemur að lagasmíðinni.“

Söngvarinn segir að hann hafi lengi verið með þá hugmynd að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Ég hef áður fengið tækifæri áður til þess að flytja lög í þessari keppni. En ég er hrifnari af því að fá að vera stærri partur af ferlinu sjálfu og það hentaði vel í þessu tilfelli.“

Segir Friðrik að þeir hafi ákveðið saman hvernig lag þeir vildu semja og úr kom lag sem er nokkuð frábrugðið þeirri tónlist sem Friðrik Dór hefur samið sjálfur á sínum ferli. „Það er frekar frábrugðið fyrir mig en þar af leiðandi dæmigerðara lag fyrir Eurovision,“ segir Friðrik Dór. Aðspurður hvort að Í Síðasta Skipti sé dæmigert Eurovision lag segir Friðrik Dór það erfitt að segja.

„En það eru ákveðnir þættir í laginu einkenna Eurovision lög án þess að það sé endilega til einhver ein staðalímynd. En það eru vissulega þættir þarna sem hafa einkennt Eurovision lög í gegnum tíðina, það er upphækkun allt,“ segir Friðrik Dór.

 Hann segir að undirbúningur fyrir stóra kvöldið á laugardaginn gangi vel. „Við erum allir á ágætis róli og búnir að vera að mæta á æfingar. Svo er búið að velja fötin og ég var í klippingu. Þetta er allt að koma.“

Friðrik Dór segist ekki hafa leitt hugann að því hvort hann komist alla leið til Austurríkis. „Ég hef ekkert hugsað út í það að einhverju viti. En auðvitað er það ætlunin og von mín að svo fari. En ég þarf bara að negla þetta á laugardaginn, sjá hverju það skilar og svo sjáum við bara til.“ Hann segir að ekki hafi verið rætt um nýjan texta á laginu komist það alla leið.

„Þetta er bara eins og í boltanum, það er bara einn leikur í einu.“

Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan.

Umfjöllun um Söngvakeppni Sjónvarpsins og keppendur í henni heldur áfram næstu daga á mbl.is.

Höfundarteymið StopWaitGo er á bakvið lagið.
Höfundarteymið StopWaitGo er á bakvið lagið. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant