Ísland keppir í seinni forkeppni Eurovision

Conchita vann Eurovision fyrir Austurríki í fyrra.
Conchita vann Eurovision fyrir Austurríki í fyrra. AFP

Ísland keppir í seinni forkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vínarborg í Austurríki í maí. Fyrri forkeppnin verður 19. maí og sú síðari 21. maí, en úrslitakeppnin sjálf 23. maí.

Auk Íslands keppa Noregur, Írland, Tékkland, Litháen, San Marínó, Malta, Portúgal, Svartfjallaland, Sviss, Aserbadjan, Slóvenía, Lettland, Pólland Ísrael, Kýpur og Svíþjóð á sama kvöldi.

Í fyrri forkeppninni keppa hins vegar Grikkland, Makedónía, Eistland, Holland, Moldavía, Finnland, Belgía, Armenía, Serbía, Danmörk, Hvíta-Rússland, Rúmenía, Rússland, Albanía, Georgía og Ungverjaland. 

10 lög komast áfram í hvorri forkeppni, en Austurríki og „stóru löndin fimm“, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Spánn og Ítalía eru þegar komin áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson