Borgaði sig að taka upp á Íslandi

Aðalpersónur Fortitude.
Aðalpersónur Fortitude.

Spennuþátt­ur­inn For­titu­de, sem tek­inn var upp hér á landi, hóf göngu sína í gærkvöldi á bresku sjón­varps­stöðinni Sky Atlantic. Nú þegar eru komnar nokkrar umsagnir gagnrýnenda á netið og eru þeir allir sammála um það að íslenskt umhverfi þáttanna sé stórfenglegt.

Gagnrýnandi heimasíðunnar A.V. Club, Kate Kulzick, segir að Fortitude skeri sig strax í upphafi úr öðrum dæmigerðum spennuþáttum sem segja frá morðrannsókn í litlum bæ. Segir Kulzick að staðsetning þáttanna, sem eiga að gerast í litlum bæ á norðurslóðum, spýti lífi inn í klassíska frásagnarformið sem hefur verið endursagt svo oft.

Nefnir hún jafnframt að leikarahópurinn sé einn meginstyrkur Fortitude og nefnir leikarana Richard Dormer úr Game of Thrones og hina dönsku Sofie Gråbøl úr Forbrydelsen í því samhengi. 

Gagnrýnandi vefsíðunnar Den of Geek, Michael Noble er einnig ánægður með þættina og segir að umhverfi þáttanna passi vel við ólundarlegt og illúðlegt andrúmsloftið sem birtist í Fortitude. 

„Ákvörðunin að taka upp þáttinn á Íslandi hefur borgað sig, og gert landslagið eitt af meginpersónum þáttanna. Það er ótrúlega fallegt, en eins og gefið er til kynna, er eitthvað dimmt í öllu þessu hvíta,“ skrifar Noble. 

Gagnrýnandi The Guardian, Sam Wollaston er þó ekki eins hrifinn. Segir hann að þó svo að landslagið sé vissulega heillandi séu sögupersónurnar og söguþráðurinn ekki nógu mannlegur. Ber hann Fortitude saman við þættina The Killing sem byggðir voru á Forbrydelsen. „Eitt af snilldarlegum atriðum við The Killing er hversu mannlegir þættirnir voru, þeir leyfðu manni aldrei að gleyma að um persónulegan harmleik var að ræða,“ segir Wollaston. 

Bætir hann við að í fyrsta þættinum hafi það verið erfitt að tengja við söguna. „Hreinskilnislega, mér er nokkuð sama um þetta fólk og hvað kemur fyrir það.“

Fortitdue fær þó yfirleitt góða einkunn á kvikmyndavefnum Internet Movie Database, eða IMDb. Þar fær þátturinn 8,6 í einkunn, en 88 notendur hafa gefið einkunn. Það vekur athygli að 47,7% notenda gefa Fortitude 10 í einkunn. 

Stiklu úr fyrsta þættinum sem heitir Blóðbað eða Blood Bath, má sjá hér að neðan. Fleiri stiklur úr þættinum má sjá á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler