Vilja ekki gleyma að njóta augnabliksins

Bergrún Íris og Ásta Björg
Bergrún Íris og Ásta Björg

„Lagið er um leitina að hinum eina sanna eða þeim einstakling sem fyrir þig. Boðskapur lagsins er að maður er ekki einn heldur er viðkomandi líka að leita. Það er líka hlutgerving yfir það að leita bara að einhverju markmiði og ekki gefast upp.“

Þetta segir Ásta Björg Björgvinsdóttir, lagahöfundur og meðlimur sveitarinnar Hinemoa sem tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn. Lagið heitir Þú leitar líka að mér og er Bergrún Íris Sævarsdóttir textahöfundurinn.

Ásamt Ástu samanstendur Hinemoa af þeim Rakel Pálsdóttur, Sindra Magnússyni, Kristófer Nökkva Sigurðssyni, Gísla Páli Karlssyni og Regínu Lilju Magnúsdóttur.

Aðspurð hvort að hún og Bergrún hafi unnið saman áður segir Ásta að þær hafi verið að fikta saman í tónlist síðan þær voru fimmtán ára gamlar eða í um fimmtán ár. Tóku þær jafnframt þátt í Söngvakeppninni í fyrra með lagið Eftir eitt lag sem var í flutningi Gretu Mjallar Samúelsdóttur.

Að sögn Ástu var Hinemoa stofnuð síðasta vor og hefur sveitin spilað mikið saman síðustu mánuði. Hún segir að undirbúningur fyrir keppnina gangi vel. „Við erum mjög þéttur hópur og vorum saman í skóla. Okkar stíll er reyndar miklu rólegri heldur en stíllinn í Þú leitar líka að mér,“ segir Ásta. „Við erum meira með raddanir og svona. Þetta lag er meira partí.“

Ásta segir að lagið sé nokkurra ára gamalt og hafi upprunnalega verið samið á ensku. „Ég ákvað að henda því inn í keppnina þar sem ég hafði ekki gert neitt meira með það síðan ég samdi það.“

Hún segir að henni hafi alltaf fundist Eurovision keppnin vera spennandi, sérstaklega þegar hún var  yngri. „Þegar maður var lítill fannst manni þetta auðvitað rosalega flott og spennandi. En líka í dag, hvenær er þetta ekki frábært tækifæri til þess að fá að spila fyrir alla Evrópu? Ég tala nú ekki um hversu mikill heiður það yrði að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar.“

Ásta starfar sem tómenntakennari og segist lifa og hrærast í tónlistinni. „Tónlist og tónsmíðar er rosalega stór partur af því sem ég geri. Ég hef ekki lifibrauð af því að semja en það er samt mikilvægur hluti í lífi mínu.“ Hún segir að sveitin taki eitt skref í einu og einbeiti sér helst að því að skemmta sér á laugardaginn.

„Maður brennir sig alltaf á því að fara á undan sér og gleyma að njóta augnabliksins. Auðvitað langar okkur að vinna og komast alla leið en við gleymum okkur ekki þar. Það skiptir mestu máli að hafa gaman og gera sitt besta.“

Þú leitar líka að mér er annað lagið í röðinni á laugardaginn. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan. 

Um­fjöll­un um Söngv­akeppni Sjón­varps­ins og kepp­end­ur í henni held­ur áfram næstu daga á mbl.is.

Hljómsveitin Hínemoa
Hljómsveitin Hínemoa
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson