Kettir yfirtóku japanska eyju

Tugir katta ganga frjálsir um eyjuna.
Tugir katta ganga frjálsir um eyjuna. Skjáskot af Youtube

Her katta hefur yfirtekið japönsku eyjuna Aoshima. Áður bjuggu um 900 manns á eyjunni en nú halda þar til yfir 120 kettir og er eyjan því jafnan kölluð Kattaeyja.

Kettirnir hafa komið sér fyrir í yfirgefnum húsum en áður fyrr bjuggu sjómenn og fjölskyldur þeirra á eyjunni. Nú eru íbúarnir, þeir mennsku það er að segja, aðeins um 20 og kettirnir því margfalt fleiri.

Kettir voru fluttir til eyjunnar á sínum tíma til að ráða niðurlögum músafaraldurs sem herjaði á híbýli og báta sjómannanna. Kettirnir hafa nú fjölgað sér gríðarlega.

Aoshima hefur í seinni tíð orðið vinsæll ferðamannastaður en þangað er hægt að komast með ferju daglega.

Engir veitingastaðir, barir eða sjoppur eru á eyjunni en kattaunnendur kvarta ekki. Kettirnir kunna líka vel að meta ferðamennina og þiggja hvað sem er að éta. 

Hinir fáu íbúar eyjunnar eru ekki allir jafnumburðarlyndir og vilja gjarnan að kettirnir verði gerðir ófrjóir svo þeir fjölgi sér ekki frekar. Þegar hafa tíu stykki gengist undir slíka aðgerð.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qh97VjSX1tc" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant