Úr glæpagengi yfir í módelbransann

Jeremy Meeks
Jeremy Meeks Af Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton

Glæpa­maður­inn snotri sem varð fræg­ur á einni nóttu þegar mynd af hon­um fór sem eld­ur í sinu um net­heim­ana hefur snúið baki við glæpalíferninu og stefnir að fyrirsætuferli þegar hann losnar úr fangelsi.

Banda­ríska frétta­stof­an ABC greinir frá því að Jeremy Meeks, sem var dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi í febrúar sl., sé kominn með umboðsmann og ætli sér að sækjast eftir því að losna fyrr úr fangelsinu til að geta nýtt sér sína nýfundnu frægð. 

„Ég er á stað þar sem ég vil geta framfleytt fjölskyldu minni og virkilega breytt lífi mínu,“ sagði hann í samtali við fréttastofuna frá fangelsinu í Nevada. „Mér hefði aldrei dottið í hug að allir í heiminum myndu þekkja mig fyrir útlit mitt, svo mér finnst ég virkilega lánsamur og er mjög þakklátur.“

Meeks var hand­tek­inn í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar á rán­um og skotárás­um og hlaut dóm fyrir ólöglegt vopnahald. Í kjölfarið birti lög­regl­an í Stockt­on í Kali­forn­íu mynd af Meeks á face­booksíðu sinni sem fékk yfir 100 þúsund „like“ og hátt í 30 þúsund um­mæli. Þar tóku marg­ar kon­ur til máls og höfðu orð á því hversu fag­ur­eygður Meeks væri og mynd­ar­leg­ur. 

Umboðsmaður Meeks, Jim Jordan, er sannfærður um að Meeks geti átt farsælan feril sem fyrirsæta. „Það er hafsjór af tækifærum sem bíða hans,“ sagði hann og bætti við að módelskrifstofur um allan heim hefðu haft samband við hann. Þá skoði hann einnig tilboð um raunveruleikaþætti.

Jordan segir Meeks hafa andlitið sem þarf til að gerast fyrirsæta. Nú sé hann þó að vinna í líkamanum. „Ég borða hollt. Ég geri fullt af armbeygjum, upphífingum og hnébeygjum og held mér mjög virkum,“ sagði Meeks í samtali við ABC.

Þá sagðist hann jafnvel gætu hugsað sér að leggja fyrir sig leiklist. „Ég myndi óska þess að geta leikið í þáttum eins og Sons of Anarchy.“

Loks sagðist hann fá mikinn stuðning úr öllum áttum. „Ég fæ mikinn stuðning frá fjölskyldu minni, vinum og aðdáendum. Ég fæ hundruð bréfa í hverjum mánuði. Ég er mjög þakklátur fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið.“

Frétt mbl.is: Snotri glæpamaðurinn dæmdur í fangelsi

Frétt mbl.is: Gæti grætt millj­ón­ir á fyr­ir­sætu­störf­um

Frétt mbl.is: Styrkja mynd­ar­lega glæpa­mann­inn

Frétt mbl.is: Fagur­eygður glæpa­maður nýt­ur vin­sælda

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson