Hillary „varaði við“ Eyjafjallajökli

Clinton varaði Michelle Obama við eldgosinu í Eyjafjallajökli. Samt ekki …
Clinton varaði Michelle Obama við eldgosinu í Eyjafjallajökli. Samt ekki í alvörunni. AFP

Tölvupósthneyksli ógnar nú mögulegu forsetaframboði Hillary Clinton. Gárungarnir á tímaritinu Variety hafa nú „afhjúpað“ tölvupósta sem Hillary sendi frá persónulegu tölvupóstfangi sínu meðan hún var utanríkisráðherra. Þar koma Eyjafjallajökull og forsetahjónin bandarísku við sögu.

Clinton er sökuð um að hafa brotið upplýsingalög með því að nota persónulegt tölvupóstfang til að senda pósta um opinber mál þegar hún var utanríkisráðherra á fyrra kjörtímabili Baracks Obama forseta.

Variety birti í gær hluta af „horfnum“ tölvupóstum Clinton á vefsíðu sinni. Til að taka af öll tvímæli er þar um háð að ræða.

„Ykkur til upplýsingar, tékkið á eldfjallinu á Íslandi! Kannski ættuð þið Barack að fresta fluginu ykkar til Havaí. Eyjafjallajökull, er það ekki? Hljómar eins og brandari en sá fjandi er raunverulegur og er að rugla í flugáætlunum,“ segir í einum póstanna sem á að vera sendur úr tölvupóstfangi Hillary, me@18millionCracks.com, og á að vera til forsetafrúarinnar Michelle Obama. Tölvupóstfangið er væntanlega vísun til ræðu sem Clinton hélt eftir að hún tapaði forkosningu um að verða forsetaframbjóðandi demókrata fyrir Obama. Þar talaði hún um að kjósendur hennar hafi mynda 18 milljónir sprunga í glerhvelfinguna sem talað er um að komi í veg fyrir að konur og minnihlutahópar nái frama.

Í öðrum póst segir Hillary dóttur sinni Chelsea að hún ætli sér alls ekki að vera í bleikum kjól í brúðkaupi hennar. Það sé einfaldlega ekki hennar litur. Hún skrifar undir póstinn undir nafninu „The Mominator.

Háð Variety um tölvupóstsendingar Hillary Clinton

Fyrri frétt mbl.is: Clinton kemst í klandur

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant