Hver hossar best?

Benedikt Erlingsson og Þorsteinn Bachmann í myndbandi Mottumars.
Benedikt Erlingsson og Þorsteinn Bachmann í myndbandi Mottumars.

Mottumars myndbandið þar sem þekktir íslenskir karlmenn dilla sér við lag Amabadama „Hossa hossa“ hefur vakið gríðarlega athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið á YouTube yfir 50 þúsund sinnum og stöðugt bætist í. 

Herramennirnir eru hver öðrum betri í danshreyfingum en nokkur sérlega glæsileg augnablik standa þó út. Mbl.is tók saman sex bestu hossara Mottumars-myndbandsins sem sjá má hér að neðan. 

1. Þorsteinn Bachmann á sannkallað stjörnuhoss og leiðir myndbandið með miklum glæsibrag.

Hér heilsar hann með hossi.

Og loks má hér sjá hoss með frjálsri aðferð.

2. Gísli örn Garðarsson átti einnig eftirtektarverða hossinnkomu.

Fljótt var ljóst að hér væri ekki um neinn venjulegan hossara að ræða.

Þetta hoss kallar Gísli „hossbrú“.

3. Ólafur Darri er funheitur hossari eins og sjá má.

Hann er þaulvanur maður og getur hossað meistaralega undir gríðarlegu álagi.

Og hann er ekki hræddur við að skipta um hosstakt ef svo ber undir.

4. Ingvar E. Sigurðsson hefur einnig verið í hossbransanum lengi og hefur ótrúlegt vald á fínhreyfingum.

Hann er þó þekktastur fyrir hjólböruhossið sitt.

Hann veit líka að ber er hver að baki nema sér hossbróður eigi.

5. Hosshópurinn Hilmar Guðjónsson, Atli Rafn Sigurðsson og Snorri Engilbertsson eru með Single ladies hossið á hreinu.

Þeir hafa nánast fullkomnað halarófuhossið.

Og í sameiningu láta þeir hoss hvors annars skína.

6. Guðmundur Elías Knudsen er dansari í íslenska dansflokknum og veit því vel að það eru ekki bara bossar sem hossa.

En þegar hann bossahossar, þá gerir hann það af einskærri fagmennsku og hossfimi.

Til þess að njóta hossanna í allri sinni dýrð er best að horfa á myndbandið aftur. Eins er vert að muna að hraustir bossar hossa best og því er mikilvægt að hugsa vel um eigin rass. Ef þú ert á aldrinum 50 til 75 ára ættir þú að ræða við lækninn þinn um skimun fyrir ristilkrabbameini. Ef sterk ættarsaga er til staðar þá gæti þurft að skima fyrr. Frekari upplýsingar um Mottumars má finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler