Gunnar hlaut Gullna hanann

Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson hlaut í dag Gullna hanann, en það er æðsta viðurkenning STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. Afhenti Kjartan Ólafsson, formaður STEF, Gunnari viðurkenninguna í Hörpu í dag á tónleikum Gunnars, Himinn og jörð, sem haldnir eru i tilefni af 70 ára afmælis tónlistarmannsins. 

„Gunnar Þórðarson hefur haft mikil áhrif á íslenska tónlistarmenn sem og íslenska tónlist og þar með íslenska menningu,“ sagði Kjartan m.a. í ávarpi sínum í Hörpu í dag.

„Ferill Gunnars hófst á þeim tíma á sjöunda áratugnum þegar að blómabyltingin og Bítlabyltingin gekk yfir. Hann tók þátt í henni og innleiddi hana hér en sú bylting var mjög nauðsynleg á þeim tíma,“ sagði Kjartan. Sagði hann jafnframt að Gunnari hafi komið víða við á ferlinum en frá sjöunda áratugnum og fram á síðasta ár eru til yfir 700 útgefin lög eftir Gunnar.

„Það sást á síðasta ári hversu öflugur tónlistarmaður hans þegar að óperan hans Ragnheiður var frumsýnd. Hún fyllti Eldborg Hörpunnar margsinnis og í raun veru eru þessi viðburður stærsti einstaki tónlistarviðburður sem komið hefur upp hér á landi á undanförnum árum,“ sagði Kjartan í Hörpu í dag. 

Kjartan afhendir Gunnari viðurkenninguna í dag.
Kjartan afhendir Gunnari viðurkenninguna í dag.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson