Arftaki Jons Stewarts fundinn

Grínistinn Trevor Noah.
Grínistinn Trevor Noah. AFP

Suðurafríski grínistinn Trevor Noah mun taka við sem arftaki bandaríska grínistans og samfélagsrýnisins Jons Stewarts sem stjórnandi þáttarins vinsæla Daily Show á stöðinni Comedy Central.

Noah er þekktur grínisti í heimalandi sínu.

Hann hóf störf sem aðstoðarmaður Stewarts í Daily Show í desembermánuði síðastliðnum. Hann sagði við New York Times í dag að ákvörðunin hefði komið sér mjög á óvart.

Stewart tilkynnti í febrúar að hann hygðist láta af störfum sem stjórnandi þáttarins. Hann hefur verið umsjónarmaður hans frá því í byrjun árs 1999, en þá hafði þátturinn verið í loftinu í rúmlega tvö og hálft ár.

Stewart sagðist vera hæstánægður með ráðningu Noahs. Hann væri afar fær grínisti sem væri gott að vinna með.

Frétt mbl.is: Svo miklu meira en spaugari

John Stewart.
John Stewart. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson