Joni Mitchell á gjörgæslu

Joni Mitchell á Grammy verðlaunahátíðinni 1996.
Joni Mitchell á Grammy verðlaunahátíðinni 1996. AFP

Tónlistarkonan Joni Mitchell liggur nú á gjörgæslu en hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu í Los Angeles í gær. Samkvæmt yfirlýsingu á vefsíðu Mitchell rankaði hún við sér í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Kemur jafnframt fram að Mitchell sé með meðvitund og hress. Er hún  enn á gjörgæslu þar sem hún mun undirgangast rannsóknir.

Samkvæmt frétt BBC sagði Mitchell í samtali við tímaritið Billboard Magazine í desember á síðasta ári að hún væri með sjaldgæfan húðsjúkdóm sem kallast Morgellons, og hefur það aftrað henni frá því að koma fram. 

Meðal þekktustu laga Mitchell eru Big Yellow Taxi sem kom út 1970, Clouds, Laties of the Canyon og Blue.

Hún er 71 árs og var ein skærasta stjarna Woodstock-tímabilsins. Hún fæddist í Kanada og var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 1997. Hún ruddi brautina í tónlistarheiminum fyrir konur og hefur selt milljónir platna um allan heim.

Hér að  neðan má sjá hana árið 1970 flytja lagið sitt vinsæla, Big Yellow Taxi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ZgMEPk6fvpg" width="420"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant