Ben Affleck vildi fela fortíðina

Ben Affleck.
Ben Affleck. AFP

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Ben Affleck, sem þekktur er fyrir stuðning sinn við frjálslynd sjónarmið, fór fram á að ekki yrði greint frá því að einn af forfeðrum hans hefði verið átt þræla í heimildaþáttunum Finding Your Roots sem sýndir hafa verið á bandarísku sjónvarpsstöðunni PBS.

Þetta kemur fram í frétt AFP og vísað í gögn sem Wikileaks hefur gert opinber. Um er að ræða tölvupóstsamskipti á milli Michaels Lyntons, framkvæmdastjóra Sony, og vinar hans Henry Louis Gates, prófessors við Harvard-háskóla, sem stýrir þáttunum. Hakkarar komust yfir gögnin á síðasta ári eftir að stór tölvuárás var gerð á fyrirtækið.

Gates segir í svari til Lyntons að um flókna stöðu sé að ræða. Þetta sé í fyrsta sinn sem einhver gestur þáttanna fari fram á slíka ritskoðun. Affleck væri þess utan ekki eini gesturinn sem ætti forfeður sem hefðu verið þrælahaldarar. „Við höfum aldrei upplifað það áður að einhver reyndi að ritskoða eða hafa áhrif á þær upplýsingar sem við hefðum upp á. Hann er stórstjarna. Hvað eigum við að gera?“ Lynton svarar á þá leið að best sé að verða við óskinni.

„Ég myndi fjarlægja þetta ef enginn veit um þetta, en ef það fréttist að þú sért að ritskoða efnið byggt á slíkri viðkvæmni þá gæti staðan orðið erfið. En ég ítreka, þegar allt kemur til alls myndi ég fjarlægja þetta,“ segir Lynton. Gates svarar á þá leið að hann hafi áhyggjur af trúverðugleika þáttanna ef hann fari að ráðum Lyntons.

Niðurstaðan varð þó sú að ekkert var minnst á umræddan forföður Afflecks. Þess í stað var fjallað um annan forföður hans sem var áhugamaður um yfirnáttúrulega hluti. PBS hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að gögnin voru birt þess efnis að framleiðendur þáttanna hafi tekið sjálfstæða ákvörðun um að segja frá þeim forföður Afflecks sem þótti áhugaverðastur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant