„Sumum finnst ég spila lyftutónlist“

Kygo í góðum gír.
Kygo í góðum gír. Mynd/Wikipedia

Fáir þekkja Norðmanninn Kyrre Gørvell-Dahll undir öðru nafni en Kygo. Tónlistamaðurinn hefur slegið rækilega í gegn á síðasta ári og er hann nú að spila á stærstu tónlistahátíðum heims.

Gørvell-Dahll er aðeins 22 ára en hefur þegar ákveðið að hætta í námi til þess að eltast við feril innan tónlistarinnar. Kynni hans af umboðsmanninum Myles Shear urðu til þess. 

„Við ræddum fyrst saman á Skype og ég fékk hann til að velja tónlistina fram yfir námið. Um leið og ég heyrði fyrstu ábreiðurnar hans vissi ég að hann var með eitthvað einstakt í gangi. Ég vildi hjálpa honum að þróa tónlistina áfram,“ segir Shear í samtali við helgarblað Aftenposten.

Gørvell-Dahll hóf fyrst að gera ábreiður af þekktum lögum. Tónlistin sló svo rækilega í gegn að hann var fenginn til þess að spila á hátíðum í Noregi. Vandamálið var bara að hann hefði enga reynslu af því að spila tónlist „live.“ Á skömmum tíma þurfti hann því að læra að standa á sviði og stjórna tónlistinni eins og sönnum plötusnúði sæmir. 

Ekki allir eru jafnhrifnir af tónlist Kygo eins og hann hefur sjálfur fengið að heyra.

Hann sýnir blaðamanni Aftenposten myndband á netinu þar sem maður stendur í lyftu og spilar tónlist Kygos á rafmagnspíanó. „Sumum finnst ég spila lyftutónlist. Þetta skiptir mig svo sem litlu, mér finnst þetta bara fyndið,“ segir Gørvell-Dahll hlæjandi.

Erfitt getur verið að setja tónlist Kygos í einn sérstakan flokk. Einhverjir skilgreina hana sem suðræna housetónlist, á meðan aðrir telja hann einfaldlega eiga heima í flokki EDM - Electronic dance music. Hann segir sjálfur að lykillinn að tónlist hans sé að hann spili á minni hraða en aðrir plötusnúðar. Á meðan Avicii spilar á 128 bpm (Beats per minute), þá spilar Kygo á um það bil 100 bpm. „Þetta gefur tónlistinni afslappaðra yfirbragð.“

Sjá frétt Aftenposten.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant