Vergara tjáir sig um fósturvísana

Sjónvarpsleikkonan Sofia Vergara segir að fyrrverandi unnusti hennar, kaupsýslumaðurinn Nick Loeb, hafi vitað hver réttindi hans voru þegar þau létu frysta fósturvísa, sem búnir voru til úr eggi Vegara og sæði Loebs. Ætlunin var að nota staðgöngumóður til að ganga með barnið eða börnin, en bæði undirrituðu samning sem m.a. fól í sér að fósturvísarnir yrðu ekki notaðir án samþykkis beggja.

Tvær tilraunir misfórust og að lokum skildi leiðir, en nú hefur Loeb farið fram á að fá forræði yfir þeim tveimur fósturvísum sem eftir eru. Ber hann því við að samkvæmt trú sinni hafi líf þegar orðið til og að vilji Vergara um að fósturvísarnir verði áfram á ís um ókomin ár jafngildi því að drepa þá. Þetta er í fyrsta skipti sem Vergara tjáir sig um málið en Loeb höfðaði mál gegn henni í síðustu viku vegna fósturvísanna.

Loeb og Vergara skildu að skiptum árið 2014 og hún er í sambandi við leikarann Joe Manganiello.

Vergara sagði í viðtali við The Howard Stern Radio Show að Loeb hefði vitað á sínum tíma hvað hann skrifaði undir. „Í tvígang og nú hefur þú skyndilega skipt um skoðun,“ sagði leikkonan sem er þekktust fyrir leik í þáttaröðinni Modern Family.

Hún segir að barn þurfi á móður að halda og að eiga í ástríku sambandi við foreldra sína sem ekki hati hvort annað. Vergara, sem er 42 ára að aldri, segist hins vegar ekki hata Loeb en hann eigi greinilega í vandræðum þegar hún er annars vegar.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant