Atli Fannar með vinsælasta tístið

Fimm vinsælustu tístin yfir alla vikuna.
Fimm vinsælustu tístin yfir alla vikuna.

Alls birtust 20.565 tíst merkt #12stig í gær, þegar lokakeppni Eurovisionsöngvakeppninnar fór fram, sem er talsverð aukning frá því í fyrra, þegar ríflega 16.000 tíst voru birt meðan á úrslitakvöldinu stóð, að því er segir í frétt frá Vodafone.

Þar með hélt #12stig-tístum áfram að fjölga, en alls birtust 40.151 tíst dagana sem undankeppnirnar tvær og lokakeppnin fóru fram í þessari viku. Í fyrra var heildarfjöldinn 25.636, þannig að aukningin er rétt um 57% milli ára.

Vinsælustu tístin á úrslitakvöldinu, þ.e. þau sem var oftast retweet-að, áttu borgarstjórnmálamennirnir Gísli Marteinn Baldursson og Dagur B. Eggertsson, en sá síðarnefndi átti bæði tístin í 2. og 3. sæti.

En þegar öll Eurovision-vikan er skoðuð átti Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, vinsælasta tístið:

Í frétt Vodafone segir að mjög athyglisvert sé að sjá að Atli Fannar átti hvorki vinsælasta tístið í undankeppnunum né lokakeppninni – en tístið hans frá því á fimmtudagskvöldið hélt dampi lengur en önnur og náði þannig forskoti sem aðrir hafa ekki náð að vinna upp. Hafa ber í huga að þessar tölur miðast við miðnætti á laugardagskvöld, þannig að eitthvað gæti mögulega breyst næstu daga.

Frétt mbl.is: Tíst Ara Eldjárns það vinsælasta

Vinsælustu tístin í gær.
Vinsælustu tístin í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson