Depp gæti farið í fangelsi

Johnny Depp
Johnny Depp AFP

Leikarinn Johnny Depp á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi í Ástr­al­íu fyrir að hafa farið með tvo hunda inn í landið með ólöglegum hætti. Þá gæti hann þurft að greiða háa sekt sem jafngildir rúmum 35 milljónum íslenskra króna.

Brot leikarans er litið mjög alvarlegum augum. Depp og eig­in­kona hans, Am­ber Heard, eru sökuð um að hafa brotið regl­ur um inn­flutn­ing dýra er þau létu ekki toll­verði vita af komu tveggja hunda sinna, Boo og Pistol, til lands­ins. Hund­arn­ir eru af Yorks­hire Terrier-kyni. Hjón­in komu á einkaþotu til Ástr­al­íu fyrir rúmum mánuði síðan.

Í Ástr­al­íu eru mjög ströng lög um sótt­kví dýra sem þangað koma. Þetta er gert til að draga úr lík­um á sjúk­dóm­um og sýk­ing­um, seg­ir í frétt BBC um málið. Land­búnaðarráðherr­ann Barna­by Joyce seg­ir að lög­in gildi um alla. Hann seg­ir að Boo og Pistol hafi verið „laumað“ til Ástr­al­íu. Upp hafi kom­ist um at­hæfi hjón­anna er þau fóru með hund­ana til hundasnyrt­is.

Hund­ar sem koma til Ástr­al­íu verða að hefja dvöl sína þar á að minnsta kosti 10 daga sótt­kví. 

Frétt mbl.is: Hundarnir sendir heim í einkaþotu

Frétt mbl.is: Depp laumaði hundum til Ástralíu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant