Handboltastjarna með app fyrir bikarana

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Srdjan Suki

Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson hefur sett nýtt app á markað í samvinnu við Hauk Óskarsson skólafélaga sinn úr Versló. 

„Eftir að hafa unnið þýska bikarinn í handknattleik, Evrópudeildina með Füchse Berlin og þjálfað þýska landsliðið á heimsmeistaramóti kemur Dagur með nýtt app á markaðinn sem mætir áráttu hans fyrir að vinna bikara; „Cupodium“, sem er bikaraskápur fyrir snjallsíma. Forritið er ókeypis í apple App-store og verður fljótlega í boði á Android. Um er að ræða skáp sem notandinn getur skapað og fyllt að vild. Hvort sem um er að ræða bikara og/eða verðlaunapeninga frá íþrótta- eða vinnustaðamótum, skólamótum barna eða maraþonhlaup. Þú býrð til þinn eigin bikar og setur hann í þinn skáp sem er svo sýnilegur þeim sem einnig nota Cupodium eða eru vinir þínir á Facebook,“ segir í tilkynningu frá Degi og Hauki. 

Það þarf ekki að kynna Dag Sigurðsson handknattleiksþjálfara en hann starfar nú fyrir Füchse Berlin og þýska landsliðið. Hann hefur verið ötull í stofnun startup- og sprotafyrirtækja í gegnum tíðina. Árið 1993 stofnaði hann ásamt fjölskyldu sinni félagið Sigur ehf., sem hefur síðan haft puttana í ýmsum félögum varðandi innflutning, fjárfestingar og  útgáfustarfsemi. Má þar nefna stofnun og rekstur kaffihússins og barsins Kofa Tómasar frænda frá 1994-1996, Bílanaust frá árinu 2013 og stofnun og rekstur Kex hostels, veitingastaðanna Sæmundar í sparifötunum, Pizzastaðarins Hverfisgötu 12, ölstofu Mikkeler, veitingastaðarins Dills og Kaffihúss Vesturbæjar svo dæmi séu tekin.

Hugmyndin kviknaði þegar Dagur og vinur hans frá því í Verzlunarskólanum, Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Ness - Nesklúbbsins, sátu og ræddu um það hvað margir bikarar væru veittir á ári. Öllum þætti gaman að vinna þá og deila ánægjunni með öðrum, en á fæstum heimilum fengju þeir pláss í stofunni lengur. Þeir fengu þýska fyrirtækið Synperience í Berlín með sér í lið og nú er þessi litla hugmynd komin í símann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant