Ásgeir Trausti með tónleika á Esjunni

Ásgeir Trausti spilar á Esjunni ásamt hljómsveit sinni föstudaginn 29. maí. Tónleikarnir verða haldnir hjá Steini, frítt er inn og allir velkomnir.

Herlegheitin byrja undir berum himni klukkan 18, en þá þeytir Dj Yamaho skífum. Að því loknu, eða klukkan 20, stígur Ásgeir á svið og gefur forsmekk af tónleikum sínum sem verða í Hörpu þann 16. júní, að því er segir í tilkynningu.

Þyrluþjónustan Helo verður með þyrlur á staðnum og geta tónleikagestir flogið upp að tónleikasvæðinu frá Esjurótum, gegn gjaldi.

Ásgeir Trausti og hljómsveit hafa undanfarin rúm tvö ár verið á flakki um heiminn til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Þeir eru nýkomnir heim af  tónleikaferðalagi um Ástralíu með bresku hljómsveitinni Alt-J, en þar spiluðu þeir í fimm borgum fyrir um fjörutíu þúsund manns. Ásgeir hefur tilkynnt það að tónleikar hans í Hörpu verði þeir allra síðustu í bili eða þangað til næsta plata kemur út svo nú fer hver að verða síðastur að skella sér á tónleika með tónlistarmanninum unga.

Þetta er í annað skipti sem Nova og Helo halda tónleika á toppi Esjunnar. Í fyrra voru það plötusnúðurinn Margeir og söngkonan Ásdís María sem skemmtu þeim fjölmörgu gestum sem gerðu sér ferð á Esjuna til að dilla sér.

Ásgeir Trausti.
Ásgeir Trausti. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson