Rafmögnuð stemning á Esjunni: Myndir

Margmenni var samankomið við Stein á Esjunni í kvöld þegar tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti steig þar á svið.

Tónleikarnir hófust 45 mínútum á eftir áætlun og þurfti því skarinn að bíða nokkra stund en Ásgeiri og föruneyti hans var þeim mun betur fagnað þegar hann söng fyrstu nóturnar.

Áheyrendur voru á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Svipaða sögu var að segja af útbúnaði fólks, en þótt flestir væru vel búnir mátti sjá nokkra tónleikagesti á stuttermabolum og fréttamaður Stöðvar 2 mætti í jakkafötum. Ljósmyndari mbl.is fangaði myndirnar hér að ofan og sagði hann marga hafa dansað og fjöldi aðdáenda hefði fengið myndir af sér með Ásgeiri, bæði fyrir og eftir tónleikana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant