Obama hrósar Caitlyn Jenner

Caitlyn Jenner var á forsíðu tímaritsins Vanity Fair í vikunni.
Caitlyn Jenner var á forsíðu tímaritsins Vanity Fair í vikunni.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur hrósað Caitlyn Jenner fyrir hugrekki sitt. „Þú þarft hugrekki til þess að deila sögu þinni með þessum hætti,“ skrifaði forsetinn á twittersíðu sína í gær. Caitlyn hét áður Bruce og er fyrrverandi ólympíumeistari í tugþraut. Hann átti tvær dætur með Kris Jenner, móður Kim Kardashian. 

Caitlyn Jenner er forsíðufyrirsæta nýjasta tímarits Vanity Fair og er hún í blaðinu í ítarlegu viðtali. Nú er Caitlyn mætt á Twitter og á fyrstu rúmu fjórum klukkustundunum var hún komin með yfir milljón fylgjendur. Er það hraðari vöxtur í fylgjendahópi en forseti Bandaríkjanna sjálfur var með á sínum tíma. 

Það vekur einnig athygli við hrós Obama að það kemur þrátt fyrir að Caitlyn Jenner sé yfirlýstur stuðningsmaður repúblikana.

Móðir Caitlyn, Esther Jenner, var í viðtali í gær við vefsíðuna Access Hollywood þar sem hún segist stolt af dóttur sinni. „Ég hitti Caitlyn fyrir viku og henni líður mun betur nú en áður,“ sagði hin 88 ára gamla kona í samtali við fjölmiðilinn. Hún neitar því ekki að það séu töluverð viðbrigði að kalla hana nú Caitlyn í stað Bruce. „Ég mun kannski áfram kalla hana Bruce. Það er nafnið sem við pabbi hennar gáfum henni á sínum tíma og það verður erfitt að venja sig af því. En ég er mjög glöð hennar vegna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson