Stoltenberg dáist að drykkjuþoli Merkel

Jens Stoltenberg
Jens Stoltenberg AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nato, segir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, ekki vera þekkta fyrir að láta sig hverfa þegar stjórnmálamenn setjast saman að drykkju. 

Í frétt The Telegraph kemur fram að Stoltenberg, sem gengdi áður embætti forsætisráðherra Noregs, segir þetta og játar aðdáun sína á þessum eiginleika Merkel. 

„Við skulum bara orða það þannig að hún er ekki fyrst til að fara,“ segir Stoltenberg í viðtali við norska fjölmiðla. Hann segist margoft hafa haft gaman að því að verja tíma með kanslaranum yfir vínglasi. 

„Hún drekkur hvítvín og ég drekk bjór,“ segir Stoltenberg. „Ég er mjög heillaður af þoli hennar. Við áttum mjög góða kvöldstund saman í Stralsund,“ segir hann, en þar boðaði Merkel til ráðstefnu árið 2012.

Hann segir þau hafa myndað sterk vináttubönd í umræðum um loftslagsmál, sérstaklega á „löngum og erfiðum kvöldstundum í Kaupmannahöfn 2009.“

Hann segir þetta hafa ákveðin áhrif og skapa eins konar nánd. „Ég hef líka hitt Obama margoft. Ég held að þau tvö hafi stutt mig í embætti framkvæmdastjóra Nato,“ segir Stoltenberg.

Lýsingar hans á kanslaranum þýska eru í nokkru ósamræmi við aðrar lýsingar á henni, þar sem henni er gjarnan lýst sem þögulli, kaldri og jafnvel dálítið leiðinlegri. Hún er hins vegar gjarnan mynduð með vínglas í hönd, og gjarnan að skála.

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP
Obama.
Obama. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir