Delevingne staðfestir orðróminn

Ofurfyrirsætan Cara Delevingne.
Ofurfyrirsætan Cara Delevingne.

Í fjóra mánuði hafa fjölmiðlar haldið því fram að ofurfyrirsætan Cara Delevingne eigi í ástarsambandi við tónlistarkonuna Annie Clark sem er betur þekkt undir nafninu St. Vincent. Nú hefur Delevingne staðfest orðróminn í samtali við Vogue.

„Ég held að ástæðan fyrir því að mér líði svo vel þessa dagana sé að ég er svo skotin í kærustunni minni. Og það er ótrúlegt að ég sé að segja frá þessu,“ segir Delevingne við tímaritið.

Hún segist lengi hafa verið óviss um eigin kynhneigð og að það sé ástæða þess að hún hafi lengi glímt við þunglyndi og kvíða. „Það tók mig langan tíma að viðurkenna sannleikan fyrir sjálfri mér en þegar ég varð skotin í stelpu þegar ég varð tvítug, þá þurfti ég að gera það,“ bætir Delevingne við.

Hún segist þó ekki vilja setja ákveðinn merkimiða á sjálfa sig, enda laðast hún bæði að körlum og konum. „Mínir erótísku draumar eru aðeins um karlmenn. Fyrir tveimur nóttum síðan dreymdi mig að ég fleygði mér í fangið á ungum pilti.“

„Það eru samt fyrst og fremst konur sem hreyfa við mér, og veita mér innblástur,“ segir Delevingne að lokum.

Kærasta hennar, Annie Clark, er 10 árum eldri en hún og hefur áður unnið til Grammy-verðlauna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler