Góð stemning á Secret Solstice - myndir

Busta Rhymes, FM Belfast, Blaz Roca, Foreign Beggers, Gísli Pálmi og Hercules and love affair. Þetta var meðal þeirra flytjenda sem gestir á tónlistarhátíðinni Secret solstice fengu að sjá í gær, en almennt skemmtu gestir sér konunglega og þá var veðrið ekki til að skemma fyrir, en reglulega lét sólin sjá sig milli skýjanna og var talsvert mikið um rauðar kinnar og enni á gestum sem létu fara vel um sig í langþráðri sól hér á landi.

Ljósmyndarar mbl.is, Styrmir Kári og Eggert Jóhannesson, voru á staðnum og festu stemningu hátíðarinnar á filmu. 

Lokadagurinn hófst svo á hádegi í dag, en meðal flytjenda seinna í kvöld eru Wu-tang clan, The Wailers og Charles Bradley. Miðað við veðurspá dagsins er ljóst að gestir ættu frekar að huga að því að taka með sér sólarvörn frekar en regnhlíf. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson