Vinsamlegast fjarlægið kött fyrir flugtak

Flugmaðurinn er hissa. Kötturinn veit að hann á að minnsta …
Flugmaðurinn er hissa. Kötturinn veit að hann á að minnsta kosti fimm líf eftir. Skjáskot úr myndbandinu.

Áhugaflugmaðurinn Romain Jantot vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar köttur birtist allt í einu í flugvélinni hans. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að kötturinn var á væng flugvélarinnar.

Vélin var nýkomin á loft þegar kötturinn stakk trýninu inn undan vængnum, flugmanninum til mikillar furðu eins og sést á svipnum á honum á myndbandinu.

Í myndbandi sem hann setti á Youtube, sem hann nefndi "Remove cat before flight" eða „Vinsamlegast fjarlægið kött fyrir flugtak“.

Hann bætti við að þetta undirstrikaði mikilvægi þess að kanna ástand vængjanna fyrir hverja flugferð.

Jantot lenti flugvélinni við fyrsta tækifæri til að koma kettinum aftur á jörðina. Kisi er enn lukkudýr flugklúbbsins sem á vél Janton.

Frétt Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant