„Þetta var mikið af fötum“

James McElvar átti erfitt með gang þegar hann var kominn …
James McElvar átti erfitt með gang þegar hann var kominn í öll fötin. Rewind Twitter

Söngvari skoska strákabandsins Rewind, James McElvar, 19 ára, missti meðvitund um borð í flugvél í vikunni. Ástæðan var sú að hann ofhitnaði enda klæddur í tólf lög af fatnaði. „Þetta var mikið af fötum,“ skrifaði hann á Twitter.

Þegar McElvar ætlaði að innrita sig í flug með EasyJet til Glasgow á Stansted flugvelli í Lundúnum kom í ljós að hann var með einni tösku of mikið í handfarangri. Starfsfólk á flugvellinum sagði honum að hann mætti aðeins hafa eina tösku með um borð og ef hann ætlaði að fara um borð með tvær töskur þá þyrfti hann að greiða 45 pund, sem eru tæplega 9.300 krónur, fyrir tösku tvö.

Félagar hans í hljómsveitinni voru þegar komnir um borð í vélina og aðeins nokkrar mínútur til stefnu þá greip McElvar til þess örþrifaráðs að tæma bakpokann og klæða sig í öll fötin sem voru í honum. 

McElvar var því í sex stuttermabolum, fjórum hettupeysum, tveimur jökkum, einum stuttbuxum, þrennum gallabuxum, tvennum íþróttabuxum og með tvo hatta.

Hann segir að hann hafi átt fremur erfitt með gang þegar hann fór um borð í flugvélina. Hann hafi náð að sitja í sætinu í eina eða tvær mínútur þá gat hann ekki meir vegna hita. En þar sem hann gat vart hreyft sig þá gat hann ekki einu sinni fest sætisólina.

„Ég svitaði og svitnaði og þau sögðu mér ítrekað að festa beltið en ég réð ekki við það,“ segir McElvar. „Þetta var eins og að fá martröð.“

Hann hélt áfram að svitna og leið hörmulega. Flugáhöfnin lagði hann útaf og afklæddi hann í auðri sætaröð en þar missti hann meðvitund. Hann man ekkert eftir flugferðinni og þegar vélin lenti í Glasgow beið hans sjúkrabifreið sem flutti söngvarann á sjúkrahús.

Eftir að hljómsveitin birti færsluna á Twitter hafa fjölmargir brugðist við - þar á meðal Ryanair, helsti keppinautur EasyJet.

<blockquote class="twitter-tweet">

Hey James (<a href="https://twitter.com/rewind_music">@rewind_music</a>) before you get hot under the collar, rewind, book <a href="https://twitter.com/hashtag/Ryanair?src=hash">#Ryanair</a> &amp; get 2 free bags. <a href="http://t.co/kqk4Z721h3">pic.twitter.com/kqk4Z721h3</a>

— Ryanair (@Ryanair) <a href="https://twitter.com/Ryanair/status/619484816799629312">July 10, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen