Hvar er Hervar?

Hervar fékk þessa mynd senda eftir að myllumerkið #hvarerhervar fór …
Hervar fékk þessa mynd senda eftir að myllumerkið #hvarerhervar fór af stað. Skjáskot/Kristinn Arnar Einarsson

„Ég vildi draga hann á Þjóðhátíð. Hann er skemmtilegur strákur, drekkur ekki áfengi en það er alltaf mjög gaman að honum,“ segir Kristinn Arnar Einarsson, tvítugur strákur úr Vestmannaeyjum, um myndband sem hefur farið eins og eldur um sinu á samskiptamiðlinum Facebook.

Í myndbandinu sem Kristinn birti á samskiptamiðlinum Facebook má sjá fjölda þjóðþekktra einstaklinga hvetja Hervar Braga Eggertsson til þess að leggja leið sína til Vestmannaeyja og taka þar þátt í Þjóðhátíðargleðinni með sér.

Aðspurður hvernig þetta hafi komið til segir Kristinn að hann hafi verið að vinna fyrir Þjóðhátíðarnefnd við að skutla hljómsveitum og tónlistarmönnum, og eftir að hafa sett á Facebook-vegg Hervars að hann vildi sjá hann á Þjóðhátíð ákvað hann að spyrja Friðrik Dór hvort hann væri ekki til í að taka þátt í þessu með sér, undir myllumerkinu #hvarerhervar.

„Og auðvitað var hann til í þetta, sem varð til þess að ég spurði næsta listamann, og koll af kolli,“ segir Kristinn en Salka Sól, Jón Jónsson og Buff sömdu öll stutt lög til þess að hvetja Hervar til þess að mæta til Eyja.

„Þetta var bara stuð og stemning og allir voru til í að vera með. Planið hans [Hervars] var alltaf að koma, en hann komst því miður ekki,“ segir Kristinn en til að byrja með birti hann hvatninguna frá tónlistarmönnunum í „minni sögu“ (e. My Story) á Snapchat.

Hann segir marga hafa spurt sig hver þessi Hervar væri og vakti athæfið því þónokkra athygli. „Hann fékk fullt af snöppum frá fólki sem hann þekkti lítið sem ekkert, þar sem fólk var að vinna með sama myllumerkið, #hvarerhervar. Hann tók mjög vel í þetta og fannst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Kristinn. 

Jæja ég held það hafi nú ekki farið framhjá neinum snapchat vini mínum að það vantaði Hervar á þjóðhátíð þetta árið, ég vona bara innilega að drengurinn mæti á Þjóðhátíð 2016. Ætla að skella þessu myndbandi með öllum helstu klippunum frá snapchatinu mínu og þakka þeim sem komu fram í þessum myndböndum kærlega fyrir að taka þátt í þessari vitleysu með mér. #hvarerhervar

Posted by Kristinn Arnar Einarsson on 3 August 2015



 

Kristinn Arnar Einarsson ásamt vinkonu sinni, Arney Lind Helgadóttur.
Kristinn Arnar Einarsson ásamt vinkonu sinni, Arney Lind Helgadóttur. Ljósmynd/Kristinn Arnar Einarsson
Hervar Bragi Eggertsson fór ekki á Þjóðhátíð þrátt fyrir hvatninguna …
Hervar Bragi Eggertsson fór ekki á Þjóðhátíð þrátt fyrir hvatninguna frá þjóðþekktum listamönnum. Ljósmynd/Hervar Bragi Eggertsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler