Lést eftir asmakast

Baggs var yngsti keppandinn í Apprentice.
Baggs var yngsti keppandinn í Apprentice. Youtube.com

Talið er að asmakast hafi valdið andláti bresku raunveruleikastjörnunnar Stuarts Baggs, en hann fannst látinn á heimili sínu í lok júlímánaðar. Baggs kom fram á sjónarsviðið árið 2010 í raunveruleikaþáttunum Lærlingurinn (e. Apprentice) á BBC og var þá yngsti keppandinn sem hafði tekið þátt, aðeins 21 árs gamall. Hann varð þekktur fyrir litríkan persónuleika og ákveðnar söluræður sínar þar sem hann kallaði sig „Baggs the Brand“.

Fyrir andlát sitt rak Baggs samskiptafyrirtæki í heimabæ sínum á eyjunni Mön, en samstarfsfélagar hans sáu hann við góða heilsu daginn áður en hann fannst látinn. Í tilkynningu frá lögreglu á eyjunni kemur fram að asminn hafi verið orsök andlátsins.

Ýmsir hafa tjáð sig um fráfall Baggs, þ.á.m. kynnir lærlingsþáttanna, Alan Sugar. Sagði hann fréttirnar „skelfilegar“, enda hefði hann verið ein af skærustu stjörnum þáttanna.

Frétt The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant