Finnst leiðinlegt að komast ekki á barinn

Daniel Craig.
Daniel Craig. mbl.is/AFP

Daniel Craig sagði í viðtali við DuJour magazine á dögunum að hann ætti enn erfitt með að höndla þá athygli sem hann fær fram almenningi vegna frægðar sinnar.

„Barir eru erfiðastir út af farsímunum,“ sagði Craig. Það sem pirrar hann mest er þegar fólk tekur myndir af honum í miklum fjarska í stað þess að koma og biðja um mynd. Hann rifjaði upp atvik þegar hann vaknaði eitt sinn í flugvél við það að verið var að taka mynd af sér.

Craig er þó fullkomlega tilbúinn til að sinna frægðarskyldum sínum á gamla mátann. „Ég er til í að gefa eiginhandaáritanir og leyfa fólki að taka myndir af mér en ef fólk er að mynda mig allt kvöldið án þess að biðja um leyfi get ég orðið pirraður.“

Hann segist sakna þess að geta fengið sér í glas á almannafæri. „Mér finnst gaman að fá mér eins og einn drykk og elska bari og að finna nýja bari. Núna er þó afar takmarkað hvert ég get farið,“ sagði Craig að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant