Skotheld lausn gegn timburmönnum

Þynnka er þreytandi.
Þynnka er þreytandi.

Vísindamenn í Hollandi hafa komist að því hver besta lausnin gegn timburmönnum er. Þeir segja að það skili engum árangri að drekka vatn áður en fólk leggst til hvílu eftir drykkju. Eina lausnin sé að drekka minna áfengi. Þetta kemur fram í frétt BBC.

826 stúdentar í Hollandi voru beðnir að lýsa því hvernig þeir reyndu að lina timburmenn sína. Kom í ljós að hvorki matur né vatn hafði nein marktæk áhrif á hvernig líðanin var daginn eftir.

54% þátttakanda í rannsókninni borðuðu mat til að reyna að forðast timburmenn og 66% drukku vatn samhliða áfengisneyslu og helmingur áður en þeir lögðust á koddann. 

„Þeir sem borðuðu eða drukku vatn sýndu örlítið betri hegðun daginn eftir en munurinn var varla marktækur,“ sagði yfirmaður rannsóknarinnar, Dr. Joris Verster.

„Það sem við vitum eftir þessa könnun er að eina leiðin til að forðast timburmenn er að drekka minna áfengi.“

Rannsóknin sýndi einnig fram að þeir sem telja sig mikla drykkjumenn og segjast ekki finna fyrir þynnku eru að ljúga að sjálfum sér.

„Almennt er rauði þráðurinn sá að því meira sem þú drekkur því líklegra er að þú finnir fyrir því daginn eftir,“ sagði Dr. Verster.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant