Heimsendir ef Donald Trump nær kjöri

Jennifer Lawrence vill síður að Donald Trump verði kosinn forseti …
Jennifer Lawrence vill síður að Donald Trump verði kosinn forseti Bandaríkjanna. mbl.is/AFP

Leikkonan Jennifer Lawrence hefur sterkar skoðanir á forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, Donald Trump.

Lawrence greindi frá því í viðtali við Entertainment Weekly, þar sem hún var að kynna síðustu myndina um Hungurleikana, Mockingjay – Part 2, að hún væri ekki par hrifin af áformum Trump. Leikkonan gekk jafnvel svo langt að lýsa því yfir að heimurinn myndi líða undir lok ef Trump næði kjöri.

„Ef Donald Trump nær kjöri verður það heimsendir.“

„Ég trúi því að þetta sé einhverskonar lokastöð raunveruleikasjónvarps, þar sem jafnvel hlutir sem þessir eru bara til skemmtunar. Annaðhvort það, eða þetta er  einhver stórkostleg hugmynd sem Hillary Clinton hrinti í framkvæmd.“

Bent hefur verið á að skoðanir Lawrence kallist að einhverju leyti á við þær sem persóna hennar, Katniss Everdeen, finnur fyrir í garð Snow forseta í myndunum um Hungurleikana.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant