Aðstoðarþjálfararnir í The Voice kynntir

Selma Björnsdóttir
Selma Björnsdóttir Eggert Jóhannesson

Þjálfararnir í The Voice, Salka Sól, Helgi Björnsson, Svala Björgvins og Unnsteinn Manuel fá hvert um sig einn aðstoðarþjálfara sér til halds og trausts til að undirbúa liðin sín fyrir næsta hluta keppninnar, bardagana. 

Svala Björgvins tók ekki minni listamann með sér en Barða Jóhannsson, oftast kenndan við hljómsveitina Bang Gang.

Salka Sól fékk sér til aðstoðar söngdívuna og reynsluboltann Selmu Björnsdóttur.

Unnsteinn fékk með sér bróður sinn, Loga Pedro Stefánsson, en þeir bræður voru meðal annars saman í hljómsveitinni Retro Stefson, sem Unnsteinn er hvað þekktastur fyrir.

Aðstoðarþjálfari Helga Björns er Stefán Örn Gunnlaugsson. Þó það kannist kannski ekki allir við nafnið er hann alls ekki reynsluminni en hinir aðstoðarþjálfararnir, en Stefán hefur unnið með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins.

Barði Jóhannsson
Barði Jóhannsson Ljósmyndari: Halldór Kolbeins
Logi Pedro Stefánsson
Logi Pedro Stefánsson Mynd/mbl
Stefán Örn Gunnlaugsson
Stefán Örn Gunnlaugsson Mynd: Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant