Vill ljúka tónleikunum í Bataclan

Trommuleikarinn Julian Dorio kveikir á kertum til minningar um þá …
Trommuleikarinn Julian Dorio kveikir á kertum til minningar um þá sem létust í árásunum á París, 13. nóvember 2015. Skjáskot Instagram

Fyrir tæpum tveimur vikum var gerð árás á hljómleikastaðinn Bataclan í París, fjöldi tónleikagesta lét lífið, enn fleiri særðust. 

Nú hefur Julian Dorio, trommuleikari hljómsveitarinnar EODM, lýst því yfir að hann vilji ljúka tónleikunum sem hljómsveit hans hóf föstudaginn 13. nóvember.

Yfirlýsinguna birti hann á Instagram-síðu sinni.

 „13 nóvember 2015 var ég, ásamt hljómsveit minni, þess heiðurs aðnjótandi að fá að spila fyrir einn kröftugasta hóp tónleikagesta sem við höfum hitt á tónleikaferðalagi okkar. Þegar tónleikarnir voru nærri hálfnaðir gerðist svolítið óhugsandi, alger og óþörf illska sneri heiminum eins og við þekkjum hann á hvolf.“

„Ég er meira en þakklátur fyrir að hafa komist undan, en syrgi jafnframt þá sem ekki voru svo lánsamir. Þeirra á meðal er vinur okkar, Nick Alexander. Hugsanir mínar eru hjá fjölskyldum þeirra sem ekki komust undan.“

„Til allra þeirra sem stigu fram með hugrekki sitt, samúð og kærleika að vopni vil ég segja, þið eruð öll hetjurnar mínar.“

„Ég verð aldrei samur, en held fast í kærleikann í kringum okkur.“

„Ég tel niður dagana þar til ég get lokið þessum tónleikum. Ást og friður.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson