Líkir samnefndri kvikmynd við munnmök

Leikarinn John Malkovich.
Leikarinn John Malkovich. mbl.is/AFP

Leikarinn John Malkovich kom nýlega fram í viðtali við tímaritið Rolling Stone þar sem hann talaði um hina goðsagnakenndu kvikmynd Being John Malkovich, sem hann einhverra hluta vegna líkir  við munnmök.

„Ég myndi segja að helsta arfleið myndarinnar væri sú að hún kynnti heiminn fyrir tveimur hæfileikaríkum kvikmyndagerðarmönnum, Charlie Kaufman og Spike Jonze, sem ég hef miklar mætur á.“

„Hvað mig varðar er sú ekki raunin [...]. Þetta er svolítið líkt því að þiggja munnmök frá rangri mannesku, þá umbreytist líf þitt í munnmök. Þannig að þegar vísað er til Being John Malcovich er það alltaf gert á einhvern glúrinn, sniðugan eða háðskan háðskan hátt.“

Upphaflega átti Malcovich sjálfur að leikstýra myndinni, sem átti að skarta öðrum leikara í aðalhlutverki. Hann lét síðan leikstjóratitilinn af hendi og Jonze tók við sprotanum.

„Ég trúði því ekki að nokkur maður væri nógu klikkaður til að mynda handritið. En þá hafði ég ekki hitt Spike. Þegar þeir báðu mig að taka að mér hlutverkið var ég frekar áhyggjufullur. Ekki vegna umfjöllunarefnis myndarinnar, heldur vegna þess að ef maður tekur þátt í kvikmynd þar sem nafn manns er ekki að finna fyrir ofan titilinn, heldur í titlinum sjálfum, er hugsanlegt að maður sé haldinn alvarlegri sjálfshrifningu sem vert er að skoða nánar.“

Umrædd platan, sem Malkovich kemur fram á, er samstarfsverkefni ýmissa listamanna, svo sem Yoko Ono, Sean Lennon, Efterklang, The Cranberries og Dandy Warhols. Ekki er um hefðbundna hljómplötu að ræða, heldur nokkurs konar ljóðagjörning, þar sem Malcovich fer með útgáfu Eric Alexandrakis á Allegory of the Cave, eftir Plato.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler