Hver verður sigurvegarinn?

Alls sungu átta hæfileikaríkir einstaklingar í undanúrslitum The Voice Ísland sem fram fór í kvöld og af þeim komust fjórir áfram. Fullt var út úr dyrum og einstaklega góð stemning meðal áhorfenda í sal.

Bolvíkingurinn Hjörtur Traustason úr liðinu hennar Svölu var fyrstur á svið og söng hann lagið House of the rising sun. Því næst komu Aron Brink, með lagið Hotline bling, Valborg Ólafs, með lagið Glory box, og Laufey Lín sem flutti lagið Cry me a river.

Elísabet Ormslev söng lagið Set fire to the rain, Rebekka Blöndal flutti I´d rather go blind, Sigvaldi Helgi tók Lalala með Sam Smith og loks flutti Ellert Heiðar íslenska lagið Álfar eftir Magnús Þór.

Því næst tók þjóðin afstöðu til flutnings með símakosningu og kaus hún áfram til leiks Hjört, Rebekku, Sigvalda og Ellert.

Í næstu viku verður lokaþátturinn af The Voice Ísland og þá kemur í ljós hver þeirra fjögurra ber sigur úr býtum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler