Vilt þú verða leynijólasveinn?

Þessi jólasveinn var hress og fátt leynilegt við hann.
Þessi jólasveinn var hress og fátt leynilegt við hann. mbl.is/Ómar

Nokkur hópur fólks hefur nú skráð sig til þátttöku í íslenska leynijólasveininum en um er að ræða leik þar sem þátttakendum er úthlutað leynivini og skipst er á jólagjöfum. Er þetta í annað sinn sem leikur þessi er haldinn og hafa nú yfir 60 skráð sig til þátttöku.

Leikir sem þessir eru þekktir innan vinahópa eða á vinnustöðum og er leikurinn nú aðgengilegur öllum þeim sem vilja taka þátt, en hægt er að skrá sig til leiks hér.

Fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum leynijólasveinsins að þátttaka sé án endurgjalds. Þurfa því þeir sem vilja gleðja aðra einungis að greiða fyrir þá gjöf sem þeir gefa, en ekki er sett hámark á það hversu dýrar gjafir má gefa.

„Þetta er í annað sinn á Íslandi sem Leynijólasveinninn er aðgengilegur öllum sem vilja taka þátt, en leikurinn var einnig haldinn í fyrra með góðum árangri. Í ár er stefnt að því að auka fjölda þátttakenda umtalsvert og þannig bæta við jólapakkaflóruna undir trjám landsmanna,“ segir í tilkynningu, en ekki þarf að hafa áhyggjur af því að einhver annar gefi dýrari gjöf en maður sjálfur - markmið leiksins er að taka þátt og gleðja aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson