Klakinn bestur á Stíl

Félagsmiðstöðin Klakinn átti flottasta atriðið í hönnunarkeppni Samfés, Stíll 2015.
Félagsmiðstöðin Klakinn átti flottasta atriðið í hönnunarkeppni Samfés, Stíll 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla fór með sigur af hólmi í hönnunarkeppni Samfés, Stíll 2015, í Hörpu í dag.

Um er að ræða hönnunarkeppni sem hefur vakið mikla athygli síðustu ár. Allt að sextíu atriði hafa tekið þátt á hverju ári fram til þessa. Félagsmiðstöðvarnar setja mikinn metnað í þessa keppni og hefur áhorfendum þótt mikið til koma þegar að lokasýningunni kemur. „Stíll er fjölskylduskemmtun þar sem ungmenni sýna áhorfendum hvað í þeim býr á svíði hönnunar,“ að því er fram kemur á vef Samfés.

Bætt við klukkan 21:49

Félagsmiðstöðin Klakinn í Sjálandsskóla í Garðabæ sigraði hár-, förðunar- og fatahönnunarkeppnina Stíl sem fram fór í Hörpu í dag. Rúmlega tvö hundruð unglingar í 40 liðum tóku þátt í keppninni sem Samfés, samtök félagsmiðstöðva á Íslandi stóðu fyrir í 15. sinn. Þemað í ár var náttúra sem endurspeglaðist í hönnun unglinganna.

Áhorfendabekkurinn í Flóa í Hörpu var þétt setinn þegar liðin sýndu afraksturinn. Öll vinna keppenda við módel fer fram á staðnum en allur sýnilegur klæðnaður er hannaður af hópnum fyrirfram og flestar félagsmiðstöðvar búnar að halda undankeppni til þess að velja sitt framlag. Hver hópur skilar einnig möppu sem sýnir vinnuferlið frá hugmynd að lokaafurð sem er studd teikningum og ljósmyndum af flík, hári og förðun og útskýrir hugmyndina á bakvið hönnunina.

Félagsmiðstöðin 105 lenti í öðru sæti og í því þriðja lenti Garðalundur sem fékk einnig verðlaun fyrir bestu förðunina. Félagsmiðstöðin Vitinn fékk verðlaun fyrir bestu fantasíuförðunina, Fókus var verðlaunuð fyrir bestu hönnunarmöppuna og Þrykkjan fékk sérstök hvatninarverðlaun fyrir efnilega framsetningu.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant