Hin mörgu andlit Jolie

Hjónin Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt.
Hjónin Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt. AFP

Sex börn, krabbameinsviðvörun í tvígang, sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, gift Brad Pitt og hefur nýlega sent frá sér kvikmynd um hjónabandserfiðleika. Angelina Jolie er í viðtali við Observer í dag þar sem hún fer yfir sín hjartans mál.

Árið 2013 kom í ljós að það voru 89% líkur á því að hún fengi brjóstakrabbamein og því lét Angelina Jolie fjarlægja bæði brjóst sín. Í mars á þessu ári fékk hún síðan þær upplýsingar að það væru helmingslíkur á að hún fengi krabbamein í eggjastokkana og því lét hún fjarlægja þá og eggjaleiðarana. En móðir hennar var aðeins 56 ára gömul er hún lést úr krabbameini í eggjastokkum.

Angelina Jolie Pitt
Angelina Jolie Pitt AFP

Blaðamaður Observer talar um að Angelina Jolie sé komin á nýjan stað í lífinu, það sem skipti öllu máli er fjölskyldan og líf hennar snýst um hana.

Ekkert sjálfgefið að ná fertugsaldri

Angelina Jolie segir að þetta sé kannski ekki alls kostar rétt en það skipti sennilega máli að í hennar fjölskyldu er það ekkert sjálfgefið að konur fái að lifa lengi. En bæði móðir hennar og amma létust ungar að árum úr krabbameini.

Jolie segir að forgangsröðunin hafi ekki breyst en kannski hvernig hún sér hlutina. Hún viðurkennir að hún hafi aldrei talið að hún næði fertugsaldri en í júlí varð hún fertug. En þar sem hún náði þessum aldri þá hafi hún tekist á við ýmislegt innra með sér. 

Þessa dagana er hún að kynna nýja kvikmynd sem hún leikstýrir og skrifaði einnig handritið að: By The Sea en hún leikur einnig í myndinni ásamt eiginmanni sínum Brad Pitt. Hún segir að sér finnist erfitt að tala um myndina þar sem hún þarf að takast á við margt í myndinni. Myndin var tekin upp á þegar hveitibrauðsdagarnir stóðu yfir hjá Pitt-hjónunum en myndin var tekin upp vikurnar á eftir brúðkaup þeirra í Frakklandi í fyrra. „Það var mjög skrýtið,“ segir Jolie.

Angelina Jolie faðmar hér Neema Namadamu frá Austur-Kongó á ráðstefnu …
Angelina Jolie faðmar hér Neema Namadamu frá Austur-Kongó á ráðstefnu þar sem fjallað var um kynbundið ofbeldi gagnvart konum. mbl.is/AFP

Angelina Jolie segist hafa viljað gera myndina með Pitt þar sem þau séu svo oft aðskilin vegna vinnu. Viðtalið er tekið í síðustu viku þegar Jolie er nýkomin frá Kambódíu þar sem Pitt er við tökur á myndinni War Machine, ádeilumynd á hernað Bandaríkjamanna í Afganistan fyrir Netflix.

Hún verður á næstunni talsvert í Lundúnum þar sem hún hefur frá því í fyrra unnið að verkefni með William Hague, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, að setja á laggirnar nýja deild við London School of Economics-háskólann, miðstöð þar sem sjónum er beint að málefnum kvenna, frið og öryggi, Centre for Women, Peace and Security. Nám hefst við deildina í september og verður fyrsta námið sem beinist að því að vernda konur fyrir ofbeldi í heiminum. 

Angelina Jolie og eiginmaður hennar Brad Pitt
Angelina Jolie og eiginmaður hennar Brad Pitt mbl.is/AFP

Hún snýr aftur til Kambódíu innan nokkurra vikna þar sem tökur hefjast á nýju verkefni fyrir Netflix, First They Killed My Father, kvikmynd þar sem Jolie sýnir á sér margar hliðar líkt og oft áður, það er hún er framleiðandi, leikstjóri, handritshöfundur, mannvinur og móðir. Sonur hennar, sem er ættaður frá Kambódíu, framleiðir myndina með móður sinni og að sögn Jolie sér hann að mestu um vinnuna. Handritið byggist á sögu vinkonu þeirra þegar hún var á aldrinum fimm til níu ára þegar Rauðu kmerarnir tóku völdin. „Þetta er líklega reynsla sem blóðforeldrar Mads gengu sjálfir í gegnum,“ segir Jolie. Hún segir að hluti ástæðunnar fyrir því að hún ákvað að gera myndina hafi verið sú að hún vildi að Maddox lærði um uppruna sinn. „Ég vil að hann viti hvernig það er að vera Kambódíumaður. Og ég vil að við aðstoðum heiminn við að skilja hvernig kambódískar fjölskyldur eru,“ segir Jolie í viðtalinu við Observer.

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild

Maddox Jolie-Pitt, Angelina Jolie og Brad Pitt á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir …
Maddox Jolie-Pitt, Angelina Jolie og Brad Pitt á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir tveimurárum. mbl.is/AFP
Hjónin Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt.
Hjónin Angelina Jolie Pitt og Brad Pitt. AFP
Angelina Jolie Pitt
Angelina Jolie Pitt AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant