Ofurhetjur á ystu nöf

Leðurblökumaðurinn virðist vera fangi Ofurmannsins í nýrri örstiklu fyrir myndina …
Leðurblökumaðurinn virðist vera fangi Ofurmannsins í nýrri örstiklu fyrir myndina sem verður frumsýnd í mars. Skjáskot af Youtube

Framleiðendur kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn gegn Ofurmanninum stríddu aðdáendum ofurhetjanna með nýrri en örstuttri stiklu úr myndinni í gær. Þótt enn séu tæpir fjórir mánuðir í að myndin verði frumsýnd er spennan aðdáenda orðin svipað mikil og sú sem er á milli ofurhetjanna tveggja í stiklunni.

Örstiklan er innan við mínúta að lengd og sýnir spennuþrungið augnablik á milli Ofurmannsins og Leðurblökumannsins en sá síðarnefndi lítur út fyrir að vera fangi hins fyrrnefnda án þess að frekara samhengis. Lofað er að lengri stikla verði birt í spjallþætti Jimmy Kimmel í Bandaríkjunum annað kvöld.

Lítið hefur lekið út um söguþráð myndarinnar sem ber titilinn Batman vs. Superman: Dawn of Justice. Eins og titillinn ber með sér má þó gera ráð fyrir að hann einkennist af átökum á milli þessara tveggja þekktustu ofurhetjupersóna heimsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson