Ricky Gervais hlífði engum

Ricky Gervais fór mikinn í gær þegar hann kynnti Golden …
Ricky Gervais fór mikinn í gær þegar hann kynnti Golden Globe verðlaunin í fjórða sinn. Skjáskot Youtube

Ricky Gervais var óvæginn í gær þegar hann kynnti Golden Globe verðlaunin í fjórða sinn. Leikarinn sneri aftur eftir þriggja ára hlé, en hann sá einnig um að kynna verðlaunin á árunum 2010-2012.

Gervais fór mikinn á athöfninni í gær og reif hverja stórstjörnuna, á fætur annarri, í sig. Um raunveruleikastjörnuna Caitlyn Jenner sagði leikarinn meðal annars:

„Hvílíkt ár sem hún hefur upplifað. Hún sýndi mikið hugrekki, eyðilagði staðalímyndir og varð fyrirmynd trans-fólks hvar sem er í heiminum. Hún gerði þó lítið fyrir kvenkyns ökumenn. En það er ekki hægt að fá allt.“

Þá gerði hann einnig gys að leikkonunni Jennifer Lawrence, sem tjáði sig opinskátt um kynjamisrétti í kvikmyndaiðnaðinum.

„Jennifer Lawrence komst í fréttirnar þegar hún krafðist launajafnréttis í Hollywood. Hún hlaut yfirþyrmandi stuðning frá fólki hvaðanæva af. Fólk flykktist út á götu, þar með taldir hjúkrunarfræðingar og verkamenn, sem hrópuðu – hvernig í fjandanum á 25 ára gömul kona að geta lifað á 52 milljónum dollara?“

Bill Cosby fékk það síðan óþvegið þegar Mel Gibson var kynntur á svið, en leikarinn sagðist mun frekar vilja fá sér drykk með Gibson heldur en Cosby.   

Framkoma leikarans þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart, en sjálfur hafði hann gefið til kynna að ekkert yrði til sparað, og svo sannarlega engum hlíft.

Opnunarræðu Gervais má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson