„Ég lagði hana ekki í einelti“

Bubbi Morthens
Bubbi Morthens mbl.is/Styrmir Kári

Bubbi Morthens gengst við því að vera sá samstarfsmaður sem söngkonan Þórunn Antonía, segir hafa lagt sig í einelti á vinnustað.

Þórunn nefnir í viðtali við Fréttablaðið atvik sem áttu sér stað þegar hún var dómari í þáttunum Ísland Got Talent en segir að það hefði ekki runnið upp fyrir henni fyrr en löngu seinna að um einelti væri að ræða.

Frétt mbl.is: Var lögð í einelti á vinnustað

Bubbi lýsir atvikunum sem um ræðir á Facebook síðu sinni.

„Þetta voru tvö skipti þar sem í fyrra skiptið var það þannig að við vorum að tala saman, Þorgerður Katrín og hún og ég,“ skrifar Bubbi.

„Þá lét ég út úr mér ansalega athugasemd sem átti að vera brandari um hvort yrði betra foreldri hún eða Auddi. Ég sagði Auddi. Það sem ég vissi ekki þá var að hún var ólétt.  Ég sagði á sama tíma að skemmtanaiðnaðurinn væri ekki hrifinn að hafa ófrískar konur á skjánum, ég ítreka að þetta var sagt þar sem fólk var að hlæja og fíflast.“

Bubbi segir Þorgerði Katrínu hafa upplýst hann um að Þórunn væri ólétt og að hún hefði tekið athugasemdunum nærri sér. Þá hafi hann farið til hennar og beðið hana afsökunar.

„Hitt skiptið var að við vorum að fíflast á leið inn í upptöku og ég hendi í hana súkkulaðimolum. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að hún tók þetta nærri og taldi þetta vera einelti (...) þá skrifaði ég henni bréf og sagði henni hvað mér þótti þetta leiðinlegt.“

Bubbi tekur fram að hann hafi barist fyrir því að Þórunn yrði með í þáttunum og segir framleiðandann, Gísla Berg, geta vitnað um það.

„Ég hef alltaf talið Þórunni flotta söngkonu og taldi hana eiga erindi í Talentið. Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að hún hafi upplifað samskipti okkar á þennan máta. Ég held að ég geti fullyrt að samstarfsfólk okkar geti vitnað um það að ég lagði hana ekki í einelti. Sárindi hennar vegna þess að hún var látin fara eru eitthvað sem ég ræð ekki við.“

Að lokum segir Bubbi að upplifanir fólks séu misjafnar og að hefði hann vitað að hann ætti von á barni hefði hann aldrei látið út úr sér „þennan misheppnaða brandara“.

„Þeir sem þekkja mig vita hvaða mann ég hef að geyma. Enn og aftur þá er ég búin að biðja Þórunni afsökunar á þessu í tvígang og hér með í þriðja sinn.

Í Tilefni af viðtali sem Þórun Atonía segir frá því að hún hafi verið lög í einelti á vinnustað þá langar mig að upplýsa...

Posted by Bubbi Morthens on Saturday, February 6, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant