Undirbýr mynd með ensku tali

Grímur tekur á móti einum af þeim 24 verðlaunum sem …
Grímur tekur á móti einum af þeim 24 verðlaunum sem hann hefur fengið fyrir myndina.

Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar, er að þróa eigin hugmynd að nýrri mynd sem verður með ensku tali og tekin upp í Bandaríkjunum.

„Hrútar hefur opnað full af dyrum fyrir mig til að gera myndir á ensku,“ segir Grímur, sem skrifar handritið sjálfur. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um myndina að svo stöddu.

Unnið til 24 verðlauna

Hrútar hefur unnið til 24 verðlauna úti um allan heim, þar á meðal hin virtu Un Certain Regard-verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Grímur hefur verið önnum kafinn við að fylgja myndinni eftir og segist ekki hafa komið heim til Íslands í fimm til sex vikur. 

Núna er hann staddur í Kanada þar sem Hrútar verður sýnd á Victoria Film Festival.  Í síðustu viku var myndin frumsýnd í New York, London og Varsjá í Póllandi og hafa dómar gagnrýnenda verið lofsamlegir. „Maður vonast eftir því að þetta hjálpi myndinni í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta eru stórir markaðir og það skemmir ekki fyrir að þessir stóru fjölmiðlar eru að fíla myndina,“ segir Grímur.

Dómur New York Times um Hrúta. 

Dómur The Guardian um Hrúta. 

Grímur Hákonarson ásamt Sigurði Sigursteinssyni og Theódóri Júlíussyni sem leika …
Grímur Hákonarson ásamt Sigurði Sigursteinssyni og Theódóri Júlíussyni sem leika aðalhlutverkin í Hrútum. mbl.is/ Styrmir Kári

120 þúsund séð Hrúta í Frakklandi

Frakkar hafa hingað til verið hrifnastir af Hrútum því þar í landi hafa 120 þúsund manns séð hana og telur Grímur að Cannes-verðlaunin sem myndin fékk hafi  haft mikið um aðsóknina að segja.

Hér á landi hafa 22 þúsund manns séð Hrúta og er hún enn sýnd í Bíó Paradís. „Mér skilst að það séu aðallega túristar sem halda henni gangandi,“ segir Grímur.

Hann er einnig að undirbúa myndina Héraðið. Hún verður á íslensku og fjallar um húsmóður sem kemur út úr skápnum í litlu samfélagi.

Úr kvikmyndinni Hrútar.
Úr kvikmyndinni Hrútar.

Óskarsherferðin ekki nógu öflug

Grímur var nýlega í viðtali á bandarísku kvikmyndasíðunni Variety. Þar lýsti hann yfir vonbrigðum sínum með að Hrútar hafi ekki fengið ekki tilnefningu til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda myndin, en margir í bransanum töldu hana líklega til að hreppa tilnefningu.

„Maður getur ekkert verið að kveinka sér yfir þessu en miðað við hvað við áttum góða möguleika var þetta svolítið svekkjandi. Það er út í hött að það séu engin takmörk fyrir því hve mikið menn geta auglýst myndirnar sínar. Það sem ég held að hafi hugsanlega klikkað hjá okkur er að þessi Óskarsherferð hafi ekki verið nógu öflug. Aðrar myndir voru með meira fjármagn og stóðu fyrir öflugri herferð,“ segir hann og nefnir að stórar þjóðir á borð við Þýskaland og Frakkland hafi eytt tugum milljóna króna í sínar myndir.

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum.

„Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ekki bolmagn til að keppa við þessi stóru lönd. Það er líka rangt að setja rosalega peninga í þetta. Það er hægt að fjármagna heila bíómynd á Íslandi með þeim peningum sem er verið að eyða í Óskarsherferð," bætir Grímur við. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson