Fetar Elísabet í fótspor mömmu?

Næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld fer seinni und­an­keppni Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fram í Há­skóla­bíói. Sex lög taka þátt í keppn­inni líkt og fyrra kvöldið. Næstu vik­una mun mbl.is gefa les­end­um sín­um ör­lítið nán­ari inn­sýn í fólkið að baki hverju og einu lagi enda er mik­il­vægt að vanda valið þegar þjóðaríþrótt­in Eurovisi­on er ann­ars veg­ar.

Lagið „Raddirnar“ eftir Gretu Salóme Stefánsdóttur er nú þegar komið í úrslit Söngvakeppninnar en hún á að auki annan hest að veðja á; lagið „Á ný“ sem hún samdi en Elísabet Ormslev flytur.

Greta segir íslenskan texta lagsins fjalla um missi og söknuð. „Hún var sú fyrsta sem mér datt í hug,“ segir hún um valið á söngkonu fyrir lagið sem hún segir hafa verið auðvelt ferli. „Við erum búnar að þekkjast síðan við vorum pínulitlar, ólumst upp saman í tónlistarnámi.“

Greta er góðkunningi Eurovision eftir að hafa keppt fyrir Íslands hönd árið 2012 en Elísabet á einnig tengingu við keppnina þar sem móðir hennar er engin önnur en Helga Möller sem flutti fyrsta Eurovision-framlag Íslendinga, „Gleðibankann“, ásamt þeim Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni fyrir sléttum 30 árum.

„(Það er) skemmtilegt að þetta lendi akkúrat á afmælinu, 30 árum sem sagt eftir að hún fór. Og hún er mjög spennt, ég held að hún sé spenntari en ég,“ segir Elísabet.

 

 

Þrjú lög kom­ast áfram úr hvorri und­an­keppni auk þess sem dóm­nefnd hef­ur mögu­leika á að hleypa sjö­unda lag­inu áfram, telji hún það eiga sér­stakt er­indi í úr­slit. Fylg­ist áfram með á mbl.is þar sem öll­um kepp­end­um verða gerð skil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson