Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi

Ólafur Darri fer með aðalhlutverk í þáttunum.
Ólafur Darri fer með aðalhlutverk í þáttunum.

Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var frumsýnd á frönsku ríkisstöðinni France 2 í gærkvöldi og horfðu rúmlega 5 milljónir manns á fyrstu fjóra þættina sem voru allir sýndir sama kvöldið. Í Frakklandi heita þættirnir Trapped.

Samkvæmt upplýsingum frá RVK Studios, sem framleiðir þættina, voru tvær nýjar franskar seríur einnig verið frumsýndar í gærkvöldi og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi. Ófærð endaði hins vegar í öðru sæti með 18% hlutdeild.

„Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma.  Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum.

Áhorfstölur sem þessar mundu teljast mjög góðar hvar í heiminum sem er. Til samanburðar má nefna að Fortitude þótti gera það gott á Sky með um 1 milljón áhorfenda og lokaþáttur Mad Men setti áhorfsmet á ACM kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljón áhorfenda,“ að því er segir í tilkynningu frá RVK Studios. 

Þættirnir eru einnig sýndir í Noregi í um þessar mundir. Þar horfa um það bil 500 þúsund áhorfendur á Ófærð í hverri viku.

Þá er búið að selja sýningarréttinn á Ófærð til Írlands, Ísraels, Mongólíu og Japans.

Yfirlit yfir sjónvarpsáhorf í Frakklandi í gær.
Yfirlit yfir sjónvarpsáhorf í Frakklandi í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler