Gefur barnaspítala 250 milljónir

Jennifer Lawrence
Jennifer Lawrence AFP

Hin geðþekka leikkona Jennifer Lawrence tilkynnti á föstudag um að hún hyggðist gefa tvær milljónir dala, andvirði um 250 milljóna ísl. kr., til Kosair barnaspítalans. Til þess stofnaði hún sjóðinn „Jennifer Lawrence Foundation Cardiac Intensive Care Unit” en Kosair barnaspítalinn er staðsettur í Louisville þar sem Lawrence ólst upp.

„Fjölskyldan mín hefur hitt svo marga æðislega krakka í heimsóknum okkar á spítalann. Styrkur þeirra og hugrekki veitir okkur mikinn innblástur,” sagði Lawrence en hún skoraði jafnframt á aðra til þess að gefa sömu fjárhæð til góðgerðarmála.

Lawerence, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í Hungurleikunum, er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk sitt í kvikmyndinni Joy. Hún hlaut Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 2012 fyrir hlutverk hennar í Silver Linings Playbook.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant