Muse á leiðinni til Íslands

Muse snúa aftur.
Muse snúa aftur. ljósmynd/Danny Clinch

Breska rokkhljómsveitin Muse hefur boðað komu sína til Íslands sumarið 2016 og
mun halda tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 6. ágúst.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin sækir Ísland heim en Muse hélt tónleika í Reykjavík árið 2003 í kjölfar útgáfu plötunnar Absolution, sem er þriðja skífa sveitarinnar. 

„Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Muse hefur á þessum 12 árum og 6. 
hljómplötum síðar orðið eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum. Allar götur síðan 2004 hafa piltarnir í MUSE verið áhugasamir um að koma aftur til Íslands. Vegna gríðarlegra vinsælda hljómsveitarinnar á heimsvísu hefur ekki verið hægt að koma því við fyrr en nú,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni þann 6. ágúst en miðasala hefst þriðjudaginn 8. mars.

Einungis verður um eina tónleika að ræða. Tilkynnt verður um fyrirkomulag miðasölunnar nk. þriðjudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Carin Gerhardsen