Segir „óánægjuhnappinn“ stuðla að einelti

Cara Delevingne hefur áhyggjur af neteinelti.
Cara Delevingne hefur áhyggjur af neteinelti. AFP

Fyrirsætan Cara Delevingne tjáði sig á dögunum um áform Mark Zuckerbergs, en hann hefur lýst yfir áhuga að taka nýjan hnapp í gagnið á Facebook.

Umræddur hnappur á að gera fólki kleyft að lýsa yfir óánægju sinni og hefur verið nefndur „dislike“ hnappurinn, eða óánægjuhnappurinn.

Fyrirsætan segist óttast að hnappurinn verði þess valdandi að aukning verði á einelti á samfélagsmiðlum.

„Ef fólk getur sýnt að því líki ekki við myndir á samfélagsmiðlum mun það líklega hrinda af stað nýrri bylgju neteineltis.“

„Ef þetta er eitthvað sem mun valda fólki skaða finnst mér að við ættum að reyna að forðast það. Fólk má „líka“ við myndir að vild, en neikvæðum hugsunum ætti það að halda fyrir sjálft sig.“

Frétt Contactmusic 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant