Annie Leibovitz myndaði drottninguna

Drottningin ásamt barna- og barnabarnabörnum.
Drottningin ásamt barna- og barnabarnabörnum. Ljósmynd/Annie Leibovitz

Elísabet Englandsdrottning fagnar níræðisafmæli sínu á morgun og í tilefni þess voru teknar nokkrar myndir af drottningunni. Engin önnur en goðsögnin Annie Leibovitz var fengin í verkefnið og hefur breska konungsfjölskyldan nú birt þrjár myndir.

Á myndinni sem hefur vakið mesta athygli má sjá drottninguna umkringda fimm langömmubörnum sínum og tveimur af hennar yngstu barnabörnunum. Myndin var tekin í Windsor kastala og eftir hefðinni heldur drottningin á yngsta meðlimi konungsfjölskyldunnar en það er hin 11 mánaða gamla Karlotta prinsessa.

Karlotta, sem er dóttir hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge, er í blómakjól og virðist vera sátt í fanginu á langömmu sinni, haldandi á litlum hesti.

Við hlið hennar stendur bróðir hennar, Georg prins, sem verður þriggja ára í sumar og Mia Tindall, barnabarn Önnu prinsessu. Hún fékk að halda á handtösku langömmu sinnar á myndinni.

Á annarri mynd úr smiðju Leibovitz má sjá drottninguna í bakgarði Windsor kastala með hundunum sínum fjórum, þeim Willow , Vulcan, Candy og Holly  Þriðja myndin sýnir Elísabetu ásamt dóttur sinni Önnu prinsessu.

Elísabet með hundunum.
Elísabet með hundunum. Ljósmynd/Annie Leibovitz
Elísabet drottning og Anna prinsessa
Elísabet drottning og Anna prinsessa Ljósmynd/Annie Leibovitz



 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson